Fara yfir á efnisvæði

Fisher Price innkallar Ultra-Lite Day & Night svefn og leikgrind

15.07.2019

Fréttamynd

Neytendastofa vekur athygli á nýrri innköllun Mattel á Fisher Price Ultra-Lite Day & Night leikgrind með svefnaðstöðu fyrir ungabörn. Ástæðan er að svefnaðstaðan er ekki örugg fyrir börnin þegar þau eru farin að velta sér. Engin slys eða dauðsföll hafa verið tilkynnt vegna svefngrindarinnar en það hafa verið tilkynnt slys á samsvarandi vörum þar á meðal á Fisher Price Rock´n Play vöggum.

Um er að ræða 71.000 svefngrindur af gerðinni CBV60, CHP86, CHR06, CJK24 og DJD11.

Neytendastofa hvetur alla sem eiga þessa vöru til að hætta notkun hennar strax.

TIL BAKA