Fara yfir á efnisvæði

Fífa innkallar HeroHolder snuddubönd

17.07.2019

snudduband HeroHolder

Neytendastofu barst tilkynning frá Fífu barnavöruverslun um innköllun á snuddubandinu HeroHolder frá Herobility. Borist hafa kvartanir um að klemman á snuddubandinu, sem er notuð til að festa bandið á börnin, hafi brotnað. Í klemmunni eru smáir hlutir sem geta valdið köfnunarhættu. Neytendastofa hvetur fólk að hætta að nota snuddubandið strax og skila því í verslun Fífu.

Neytendastofa bendir foreldrum, sem nota snuddubönd fyrir börnin sín, að skoða þau vel og athuga hvort þau séu í lagi.

TIL BAKA