Fara yfir á efnisvæði

Ákvörðun Neytendastofu um innköllun á snjallúrum staðfest

23.07.2019

Neytendastofa tók ákvörðun gagnvart Hópkaup í desember 2018 vegna ENOX Safe-Kid-One krakka snjallúra. Komst Neytendastofa að þeirri niðurstöður að alvarlegir öryggisgallar væru á snjallúrinu. Var Hópkaup gert að innkalla úrin frá kaupendum auk þess sem sala ENOX Safe-Kid-One snjallúra var bönnuð.

Enox Production Services GmbH kærði ákvörðun Neytendastofu til áfrýjunarnefndar neytendamála sem nú hefur staðfest staðfest ákvörðun Neytendastofu.

Úrskurð áfrýjunarnefndar má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA