Fara yfir á efnisvæði

Innköllun á Stokke ungbarnastólum

06.08.2019

Stokke ungbarnastóll

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Fífu barnavöruverslun um innköllun á Steps Bouncer og Newborn sætum frá Stokke. Komið hefur fram öryggisgalli sem tengist læsingu á ungbarnasætunum á Stokke steps stólunum. Það getur gerst að ungbarnasætið festist ekki á stólinn þrátt fyrir að lásinn sýni að sætið sé fastur. Steps Bouncer og Nerborn sætið getur því oltið ef einhver rekst utan í hann.

Eins og kemur fram í tilkynningu frá Stokke þá er engin áhætta er fólgin í notkun á Stokke þrepa stólnum og er hann því öruggur. Hins vegar er samsett notkun á Steps Bouncer og Newborn ungbarnasæti og Steps Bouncer stólsins er ekki talin örugg. Um er ræða vöru sem framleidd var á tímabilinu febrúar 2014 til 21. desember 2018. Hægt er að slá inn raðnúmerinu á þessum tengli til að sjá hvort innköllunin eigi við um þinn stól: https://www.stokke.com/en-is/steps-bouncer-newborn-recall.html. Ef þið finnið ekki raðnúmerið getið þið líka haft samband við verslunina þar sem varan var keypt sem getur aðstoðað ykkur nánar.

Neytendastofa hefur engar upplýsingar um slys vegna vörunnar.

Neytendastofa hvetur alla sem eiga þessa vöru að athuga hvort um sé að ræða vöru sem er verið að innkalla og ef svo er að hætta notkun hennar strax.

TIL BAKA