Fara yfir á efnisvæði

Toyota á Íslandi innkallar bifreiðar

15.08.2019

Lógó toyotaNeytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi ehf  um að innkalla þurfi 44 lexus og Toyota bifreiðar. Um er að ræða 28 Toyota Rav4. 5 Toyota Camry. 8 Toyota Prius og 3 Lexus UX. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að bremsukerfi umræddra bifreiða sé mögulega gallað. Viðgerð er fólgin í því að skipt verður um aflbremsupumpur þar sem þurfa þykir. Viðgerðartími er mismunandi eftir tegundum en aldrei lengri en 7, 5 klst. Viðkomandi bifreiðareigandum verður tilkynnt um innköllunina  bréfleiðis. 

Neytendastofa hvetur bifreiðaeigendur til að fylgjast vel með hvort að verið sé að innkalla þeirra bifreiðar og hafa samband við umboðið ef þeir eru í vafa.

TIL BAKA