Fara yfir á efnisvæði

Hekla innkallar Polo

20.08.2019

Volkswagen vörumerkið

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu hf. um að innkalla þurfi 2 Volkswagen Polo bifreiðar af árgerð 2015. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að boltar í kambáshjóli geta losnað með þeim afleiðingum að kambáshjólið getur brotnað. Viðgerð felst í því að skipt verður um kambáshjól.

Viðkomandi bifreiðareigendum verður tilkynnt um innköllunina bréfleiðis.


TIL BAKA