Fara yfir á efnisvæði

Auðkennið SUPERDRY

26.09.2019

Neytendastofu barst erindi frá DKH Retail LTD. þar sem kvartað var yfir notkun Arnarlands ehf. á auðkenninu SUPERDRY og öðrum sambærilegum auðkennum.

Í málinu kom fram að Arnarland og önnur tengd félög byggðu notkun á auðkenninu á samningi við eiganda vörumerkisins en notkun hafi verið hætt. Undir rekstri málsins voru gerðar ýmsar breytingar á vörumerkjum Arnarlands.

Niðurstaða Neytendastofu var sú að DKH Retail nyti einkaréttar á auðkenninu og Arnarlandi væri bönnuð notkun þess sem og annarra auðkenna sem svipuðu mjög til þess.

Ákvörðun nr. 39/2019 má lesa í heild sinni hér.


TIL BAKA