Fara yfir á efnisvæði

Ferskar kjötvörur fá heimild til að e-merkja forpakkaðar vörur.

27.09.2019

Fréttamynd

Neytendastofa veitti nú í mánuðnum fyrirtækinu Ferskar kjötvörur ehf. heimild til að e-merkja ákveðnar vörur frá þeim. Um er að ræða nautgripahakk og nokkrar stærðir að hamborgurum.

Notkun á e-merki á forpakkaðar vörur er einungis heimil þeim fyrirtækjum sem uppfylla ákvæði reglugerðar nr. 437/2009 um e-merktar forpakkningar. Í því felst að Neytendastofa hefur tekið út pökkunarferlið og framkvæmt úrtaksvigtun þar sem staðfest er að magn vörunnar sem ætlað er að e-merkja er ávallt innan þeirra marka sem krafist er.

Þetta þýðir að kaupandi vörunnar á að geta treyst því að raunmagn vörunnar er í samræmi við uppgefið magn á pakkningu. Framleiðsluferlið varðandi vigtun vörunnar er það traust að varan á að vera innan leyfilegra fráviksmarka og eins á framleiðslulotan að vera í samræmi við leyfða meðaltalsvigt.

Staðsetning e-merkis er við hliðina á magnmerkingu vörunnar og því ætti að vera auðvelt fyrir neytendur að skoða hvort þessi vottun á magni vörunnar er til staðar.

TIL BAKA