Fara yfir á efnisvæði

Innköllun á leikfangahringlu hjá Fífu

25.10.2019

FréttamyndNeytendastofu hefur borist tilkynning frá Fífu barnavöruverslun um innköllun á leikfangahringlu með uglu frá Smallstuff. Komið hefur í ljós að hætta er á tréhluti hringlunnar brotni sem getur valdið köfnunarhættu. Í tilkynningu frá Fífu eru forráðamenn beðnir um fjarlægja hringluna strax og koma henni í verslun Fífu gegn endurgreiðslu.

Neytendastofa hvetur alla sem eiga þessa vöru til að hætta notkun hennar strax.

TIL BAKA