Fara yfir á efnisvæði

Endurupptaka ákvörðunar

30.10.2019

Neytendastofa mun endurupptaka ákvörðun sína nr. 44/2019, Rangar og villandi staðhæfingar í markaðssetningu FEEL ICELAND á vörunni Amino Marine Collagen Powder, í ljósi þess að rangar upplýsingar komu fram í niðurstöðukafla ákvörðunarinnar og í frétt um ákvörðunina. Í ákvörðuninni og í fréttinni kom ranglega fram að sá hluti framleiðslu Feel Iceland sem fari fram erlendis fari fram í Kína.
Neytendastofa harmar framangreint og þau óþægindi sem það kann að hafa valdið Feel Iceland og viðskiptavinum þeirra. Í ljósi þessa telur stofnunin óhjákvæmilegt annað en að endurupptaka ákvörðunina.

TIL BAKA