Fara yfir á efnisvæði

Fairvape hættir sölu á rafrettuvökvum sem höfða til barna

14.11.2019

Fréttamynd

Neytendastofu hefur borist tilkynning um að verslanir Fairvape, Royal Vape Shop og Grand Vape Shop hafi tekið rafrettuvökva úr sölu þar sem þeir geta vakið áhuga og athygli barna.

Rafrettuvökvarnir sem um ræðir eru:
        • Juice man – Unicorn Frappé
        • Juice man – Unicorn Frappé on ice
        • Juice man – Zonk, Pink Lemonade
        • Juice man – Zonk, Orange Mango
        • Monsta Vape – Zesty Grappy
        • Monsta Vape – Screamo Mango
        • Monsta Vape – Smokey Shisha

Umbúðir vökvanna eru litríkar og með teikningum og fígúrum sem höfða til barna. Jafnframt gefur heiti vörunnar til kynna að varan sé markaðssett fyrir börn.

Neytendastofa vill árétta að eingöngu má afhenda einstaklingum sem hafa náð 18 ára aldri rafrettur og áfyllingar fyrir þær. Leiki vafi á um aldur kaupanda á að biðja hann um skilríki sem sýna fram á að hann sé 18 ára eða eldri. Einnig mega aðeins þeir sem orðnir eru 18 ára selja rafrettur og áfyllingar.


TIL BAKA