Fara yfir á efnisvæði

Krambúðin Borgartúni hættir sölu á tveimur rafrettum

15.11.2019

Rafrettur sem hætt er sölu á

Neytendastofu hefur borist tilkynning um að Samkaup hafi hætt sölu tveggja tegunda rafrettna í Krambúðinni, Borgartúni 26. Önnur rafrettan er frá Innokin og heitir Endura T18 og hin heitir Stick V8 Kit frá framleiðandanum Smok.

Við eftirlit Neytendastofu kom í ljós að rafrettur þessar höfðu ekki verið tilkynntar til Neytendastofu. Þegar rafretta er tilkynnt fylgja henni gögn sem sýna fram á að hún sé í lagi, auk þess sem hún þarf að hafa gilt EC-ID númer. Í kjölfarið hætti Samkaup sölu vörunnar.

Neytendastofa vill árétta að óheimilt er að selja rafrettur og nikótínáfyllingar sem ekki hafa verið tilkynntar til Neytendastofu.

Hægt er að nálgast lista með tilkynntum rafrettum og áfyllingum sem innihalda nikótín hér.


TIL BAKA