Fara yfir á efnisvæði

Úrskurður áfrýjunarnefndar neytendamála

19.11.2019

Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu með ákvörðun nr. 19/2019 að Guide to Iceland hefði brotið gegn lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu með fullyrðingum um stöðu fyrirtækisins á markaði. Umræddar fullyrðingar voru „Explore the world´s most extensive selection of things to see and do in Iceland“, ,,Lowest prices in Iceland“, ,,Largest selection of travel services“, ,,Find the very best prices on the largest marketplace for Icelandic travel services“ og ,,Low prices in Iceland – best price guarantee“. Ákvörðunin var kærð til áfrýjunarnefndar neytendamála sem felldi hana úr gildi að öðru leyti en varðandi fullyrðinguna ,,Lowest prices in Iceland“.
Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA