Fara yfir á efnisvæði

Sölubann á áfyllingar fyrir rafrettur sem innihalda nikótín

19.12.2019

Neytendastofa fór í eftirlitsferð í Laugarásvape sem er í eigu Famfam ehf. Kom í ljós að 38 tegundir áfyllinga fyrir rafrettur voru með rofin innsigli. Sýni voru send til rannsóknar og reyndust þau öll innhalda nikótín. Neytendastofa óskaði eftir skýringum og gögnum hjá Famfam sem sýndu fram á innihald allra áfyllingana. Famfam var einnig leiðbeint um tilkynningar til Neytendastofu á áfyllingum sem innihalda nikótín. Engin svör bárust.

Þar sem áfyllingarnar innihéldu nikótín bar Famfam að tilkynna áfyllingarnar til Neytendastofu. Innsigli höfðu verið rofin á áfyllingunum og engin gögn lágu fyrir um innihald þeirra. Því lá ekki fyrir hver styrkleiki nikótíns var.

Neytendastofa taldi áfyllingarnar því ekki geta talist öruggar og bannaði því sölu á þeim. Í ljósi þess var tekin ákvörðun um að Famfam bæri að afhenda Neytendastofu öll sýnishorn til eyðingar, auk þess að greiða kostnað vegna eyðingar áfyllinga og vegna prófana á sýnum.

Lesa má ákvörðunina í heild sinni hér.


TIL BAKA