Fara yfir á efnisvæði

Vaxtabreytingar húsnæðislána LSR og LV

06.01.2020

Neytendastofu bárust kvartanir yfir vaxtabreytingum húsnæðislána Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Af því tilefni óskaði Neytendastofa eftir afriti lánsskilmála hjá sjóðunum til þess að yfirfara hvort upplýsingaskylda laga væri uppfyllt og hvort vaxtabreytingarnar ættu sér stoð í samningum.

Báðir lífeyrissjóðirnir hafa, frá því að þeir byrjuðu að veita húsnæðislán, breytt skilmálum sínum tvisvar samhliða lagabreytingum. Til skoðunar komu því þrjú form af samningum hjá hvorum sjóði.

Niðurstaða Neytendastofu var hin sama fyrir báða sjóðina, skilmálar tveggja elstu lánsformanna veittu ekki fullnægjandi upplýsingar um það með hvaða hætti og við hvaða aðstæður vextir gætu breyst en nýir skilmálar væru fullnægjandi. Stofnunin taldi síðustu vaxtabreytingu eiga sér næga stoð í nýjum skilmálum.

Ákvarðanirnar má lesa í heild sinni hér

TIL BAKA