Fara yfir á efnisvæði

BYKO innkallar hættulega dúkku

21.01.2020

Fréttamynd

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Byko vegna innköllunar á dúkku frá Qmei Toys Factory. Dúkkan var seld í Byko árið 2019 og er 30 cm löng, með vörunúmerið 303817. Komið hefur í ljós að smáir hlutir losna auðveldlega af dúkkunni. Smáir hlutir sem detta af leikfangi valda köfnunarhættu hjá ungum börnum. Samkvæmt áhættumati er hætta vegna dúkkunnar því talin alvarleg.

Þeim sem eiga dúkkuna er bent á að hætta strax notkun hennar og skila henni í næstu verslun BYKO þar sem hún verður endurgreidd að fullu. Ef nánari upplýsingar vantar má hafa samband við þjónustuborð í næstu BYKO verslun eða í tölvupósti byko@byko.is.

Neytendastofa hvetur alla þá sem eiga dúkkuna að skila henni til BYKO og hætta notkun hennar.


TIL BAKA