Fara yfir á efnisvæði

Sala á áfyllingum sem höfða til barna ekki heimil

29.01.2020

Fréttamynd

Neytendastofa hefur fengið ábendingar um að verið sé að selja áfyllingar fyrir rafrettur sem höfða til barna. Neytendastofa vill því árétta að það er bannað að selja rafrettuvökva þar sem umbúðirnar eru litríkar, skrautlegar myndir, teiknimyndapersónur, tákn eða jafnvel einhvers konar heiti eða slagorð sem gætu hvatt til notkunar barna á rafrettum.

Neytendastofa hefur bannað fjölda áfyllinga með skrautlegum myndum sem höfða til barna.

Sem dæmi hefur sala á áfyllingunum Unicorn Frappé og Unicorn Frappé on ice verið bönnuð þar sem umbúðir þeirra eru litríkar og myndirnar á pakkningunum eru af einhyrningum, hjörtum og regnbogum. Sala á áfyllingunum sem höfða til barna er bönnuð á Íslandi hvort sem þær eru með nikótíni eða ekki.

Hægt er að senda ábendingar um áfyllingar sem höfða til barna inn á mínar síður Neytendastofu.

Þá vill Neytendastofa einnig minna á að eingöngu má afhenda einstaklingum sem hafa náð 18 ára aldri rafrettur og áfyllingar fyrir þær. Ef óvissa er um aldur kaupanda á að biðja hann um skilríki sem sýna fram á að hann hafi náð 18 ára aldri. Einnig mega aðeins þeir sem orðnir eru 18 ára selja rafrettur og áfyllingar.

TIL BAKA