Fara yfir á efnisvæði

Tilboðsauglýsingar BL og Brimborgar

04.02.2020

Neytendastofu tók til meðferðar mál vegna tilboðsauglýsinga BL og Brimborgar. Samkvæmt útsölureglum er litið svo á að þegar vara hefur verið auglýst á lækkuðu verði í sex vikur sé lækkaða verðið orðið venjulegt verð. Þegar vara hefur verið auglýst á tilboði í sex vikur er því ekki hægt að segja að hún sé á tilboðsverði. Bæði fyrirtækin höfðu auglýst afslátt í lengri tíma en sex vikur samfellt og höfðu því brotið ákvæði laga um viðskiptahætti og markaðssetningu auk útsölureglna.
Þá kynnti BL einnig lækkað verð án þess að geta sýnt fram á að verðlækkun væru raunveruleg. Auglýsingarnar voru því villandi og til þess fallnar að hafa áhrif á fjárhagslega hagsmuni neytenda.
Ákvarðanir nr. 1/2020 og 2/2020 má nálgast hér.

TIL BAKA