Fara yfir á efnisvæði

Ófullnægjandi upplýsingar í vefverslunum

05.02.2020

Neytendastofa tekur árlega þátt í samstarfsverkefni þar sem skoðaðar eru vefsíðum sem selja neytendum vörur eða þjónustu á Evrópska efnahagssvæðinu. Skoðanirnar eru gerðar til þess að kanna hvort neytendum séu veittar nægar upplýsingar fyrir kaup og hvort réttindi neytenda séu brotin Nýjasta skoðuninni var gerð í nóvember 2019 og nú hefur framkvæmdastjórn Evrópu birt fyrstu niðurstöður hennar. Alls voru skoðaðar tæplega 500 vefverslanir sem bjóða til sölu húsgögn, raftæki, fatnað og skó. Skoðunin leiddi í ljós að meirihluti vefsíðanna uppfylltu ekki skilyrði laga.
Niðurstöður skoðunarinnar voru m.a. eftirfarandi:
Meira en fjórðungur vefsíðanna veittu ekki nægar upplýsingar um hvernig neytendur geta fallið frá kaupum. Þessar upplýsingar verða að vera skýrar og koma fram að neytandi hefur 14 daga frá því að hann fær vöru afhenta, til þess að falla frá kaupum án þess að gefa upp sérstaka ástæðu
Næstum helmingur vefsíðanna veittu ekki skýrar upplýsingar um það að neytandi þarf að skila vöru 14 dögum eftir að hann hefur tilkynnt seljanda að hann vilji falla frá kaupum.
Meira en 20% vefsíðanna veittu ekki fullnægjandi upplýsingar um heildarverð.
Neytendastofa hefur nú sent bréf til 20 íslenskra fyrirtækja sem veittu ófullnægjandi upplýsingar á vefsíðum sínum. Í flestum tilvikum voru gerðar athugsemdir við ófullnægjandi upplýsingar um það hvernig neytendur geta fallið frá kaupum og að ekki komu fram fullnægjandi upplýsingar um kærunefndir.

TIL BAKA