Fara yfir á efnisvæði

Skráningarskylda lánveitenda og lánamiðlara neytendalána

26.02.2020

Neytendastofa sinnir eftirliti með lögum neytendalán og samkvæmt breytingum sem gerðar hafa verið á þeim skulu lánveitendur og lánamiðlarar skrá sig hjá stofnuninni. Skráningarskyldan tekur til þeirra sem ekki hafa jafnframt heimild til lánveitinga til neytenda samkvæmt sérlögum eða eru eftirlitsskyldir aðilar samkvæmt lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.

Skilyrði og málsmeðferð við skráningu má finna hér á vef Neytendastofu.

Ákvæði laganna um skráningu taka gildi 1. mars n.k.


TIL BAKA