Fara yfir á efnisvæði

Innköllun á LMC hjólhýsum árgerð 2017

16.03.2020

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Útilegumanninum ehf  um að innkalla þurfi 6 LMC hjólhýsi af gerðunum Musica (2 eintök), Maestro (3 eintök) og Style (1 eintak). Ástæða innköllunarinnar er sú að rafmagnsgólfhiti gæti verið gallaður. Um er að ræða hluta af alþjóðlegri innköllun. Við innköllun verður settur í nýr nemi sem stýrir gólfhitanum.

Viðkomandi hjólýsaeigendum verður tilkynnt um innköllunina bréfleiðis.

TIL BAKA