Fara yfir á efnisvæði

Kæru vísað frá áfrýjunarnefnd

25.03.2020

Kæru vegna neikvæðrar umsagnar Neytendastofu á innflutningi á leikfangabílum hefur verið vísað frá áfrýjunarnefnd neytendamála með úrskurði í máli nr. 8/2019.
Í úrskurði áfrýjunefndar kemur fram að ástæða frávísunnar hafi verið að umsögn Neytendastofu í málinu hafi ekki verið stjórnvaldsákvörðun og því skorti lagaheimild til að skjóta henni til áfrýjunarnefndarinnar. Bæri kæranda að leita til fjármála- og efnahagsráðuneytisins á grundvelli tollalaga.

Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA