Fara yfir á efnisvæði

Toyota innkallar 53 bifreiðar

31.03.2020

Lógó toyotaNeytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um að innkalla þurfi 53 Toyota bifreiðar af ýmsum tegundum. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að bensíndæla getur verið gölluð.

Viðkomandi bifreiðareigandum verður tilkynnt um innköllunina bréfleiðis en innköllunin sjálf mun hefjast í apríl 2020.

Neytendastofa hvetur bifreiðaeigendur til að fylgjast vel með hvort að verið sé að innkalla þeirra bifreiðar og hafa samband við umboðið ef þeir eru í vafa.

TIL BAKA