Fara yfir á efnisvæði

Ákvarðanir um pakkaferðir á tímum COVID-19

03.04.2020

Neytendastofa hefur tekið þrjár ákvarðanir um réttindi ferðamanna gagnvart Ferðaskrifstofu Íslands, Feria (Vita) og Heimsferðum Í þeim er til umfjöllunar kom hvort ferðamenn gætu afpantað ferðir hjá félögunum án greiðslu þóknunar. Ferðirnar sem til álita koma í ákvörðununum voru allar til Spánar á þeim tíma sem Spánn hafði verið skilgreint sem hááhættusvæði, útgöngubann var í gildi á Spáni og ljóst var að ferðamenn yrðu að sæta tveggja vikna sóttkví við heimkomu.

Niðurstöður Neytendastofu voru þær að COVID-19 faraldurinn teljist óvenjulegar og óviðráðanlegar aðstæður. Skilgreining yfirvalda á Spáni sem hááhættusvæði, það að búið var að setja á útgöngubann á áfangastað og að tveggja vikna sóttkvíar var krafist af innlendum heilbrigðisyfirvöldum við heimkomu séu allt aðstæður sem hafi veruleg áhrif á framkvæmd pakkaferðar. Af þessum ástæðum geti ferðamenn afpantað pakkaferðirnar án greiðslu þóknunar og skilyrði 3. mgr. 15. gr. laga um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun að þessu leyti uppfyllt að mati Neytendastofu.

Ákvarðanirnar, sem eru nr. 6/2020, 7/2020 og 8/2020, má lesa í heild sinni hér.


TIL BAKA