Fara yfir á efnisvæði

Fyrra verð á vefsíðunni tunglskin.is

07.04.2020

Neytendastofa hefur tekið ákvörðun gagnvart Padel Ísland ehf., rekstraraðila vefsíðunnar tunglskin.is, vegna kynningar fyrirtækisins á lækkuðu verði. 

Neytendastofu bárust ábendingar frá neytendum þar sem kvartað var yfir því að vörur á vefsíðunni hafi aldrei verið til sölu á verði sem kom fram sem fyrra verð. Í svari Padel Ísland kom m.a. fram að félagið gæti ekki fært sönnur fyrir því að vörur á vefsíðu félagsins hafi verið seldar á tilgreindu fyrra verði.

Í ákvörðun Neytendastofu var m.a. vísað til þess að tilgreining á fyrra verði á vefsíðunni tunglskin.is hafi gefið til kynna að um lækkað verð hafi verið að ræða. Í ljósi þess að félagið hafi ekki fært sönnur fyrir því að vörurnar hafi verið seldar á því verði var talið að gefnar hafi verið rangar upplýsingar um verðhagræði og að ekki hafi verið um raunverulega verðlækkun að ræða. Neytendastofa taldi því rétt að banna Padel Ísland að viðhafa þessa viðskiptahætti.

Ákvörðunin má lesa í heild sinni hér.


TIL BAKA