Fara yfir á efnisvæði

Áfyllingar fyrir rafrettur bannaðar vegna of mikils nikótínmagns

12.05.2020

Neytendastofa fór í eftirlit hjá Söluturninum Hraunbergi sem selur rafrettur og áfyllingar í þær. Lagt var sölubann á 16 tegundir af áfyllingum fyrir rafrettur.
Kom í ljós að innsigli var rofið á 10 tegundum áfyllinga fyrir rafrettur og samkvæmt upplýsingum frá starfsmanni verslunarinnar innihéldu þær áfyllingar nikótín. Neytendastofa taldi áfyllingarnar ekki öruggar, þar sem ekkert var vitað um innihald áfyllinganna og bannaði því sölu á þeim.
Þá innihéldu sex tegundir áfyllinga fyrir rafrettur nikótínvökva umfram leyfilegan hámarksstyrkleika. Neytendastofa mat jafnframt að umbúðir einnar áfyllingar fyrir rafrettur höfðaði sérstaklega til barna eða ungmenn vegna litríkra myndskreytinga.
Að mati Neytendastofu gátu áfyllingarnar ekki talist öruggar og bannaði stofnunin því sölu- og afhendingu á þeim. Söluturninum Hraunbergi var falið að eyða áfyllingunum innan sex vikna frá dagsetningu ákvörðunarinnar.
Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA