Fara yfir á efnisvæði

Hættulegir leikfangaboltar innkallaðir

14.05.2020

Neytendastofa hefur fyrirskipað innköllun á Kaloo leikfangabolta sem fengist hefur í versluninni Margt og mikið. Kom í ljós við prófun að leikfangaboltinn er ekki öruggur fyrir börn. Hætta er á að franskur rennilás á leikfanginu losni og vegna smæðar hans telst hann smár hlutur sem getur skapað köfnunarhættu fyrir ung börn. Margt og mikið var einnig gert að birta neytendum viðvörun um að þeir skyldu skila eða eyða vörunni á öruggan hátt.

Neytendastofa hvetur þá sem eiga Kaloo leikfangabolta að skila honum til verslunarinnar. Málið kom upp við eftirlit Neytendastofu vegna þátttöku í samstarfsverkefni með vörueftirlitsstjórnvöldum í Evrópu. Markmið verkefnisins var að kanna öryggi mjúkdýra á íslenskum markaði og hvort þau stæðust viðeigandi lágmarkskröfur.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.


TIL BAKA