Fara yfir á efnisvæði

Auðkennið SKRIFSTOFUVÖRUR

15.05.2020

Neytendastofu barst kvörtun frá Skrifstofuvörum yfir notkun Egilsson á auðkenninu SKRIFSTOFUVÖRUR í auglýsingum sínum fyrir verslunina A4. Töldu Skrifstofuvörur að notkunin bryti gegn einkarétti félagsins til auðkennisins og væri til þess fallið að valda ruglingi fyrir neytendur.

Í ákvörðuninni fjallar Neytendastofa um að stofnunin telji notkunin sé ekki til þess fallið að valda ruglingi. Yfirskrift auglýsinganna sé „Skrifstofuvörur“ en þær gefi að öðru leyti ekki til kynna að firmaheiti auglýsanda eða auðkenni hans sé SKRIFSTOFUVÖRUR. Þá beri allar auglýsingarnar vörumerki A4.

Neytendastofa taldi því ekki ástæðu til að aðhafast vegna málsins.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér

TIL BAKA