Fara yfir á efnisvæði

Auðkenni Málmaendurvinnslunnar

08.06.2020

Neytendastofu barst erindi fyrirtækisins Málma ehf. þar sem kvartað var yfir notkun Málmaendurvinnslunnar ehf. á auðkenninu Málmaendurvinnslan og léninu malma.is. Í erindinu er rakið að Málmar telji nafn Málmaendurvinnslunnar, auglýsingar, kynningar og áberandi merkingar á húsnæði skapi rugling viðskiptavina. Málmaendurvinnslan hafnaði framangreindu og taldi að um mjög lýsandi heiti væri að ræða sem tiltæki þá starfsemi sem fyrirtækið viðhefði og hefði ekkert sérkenni. Þá væru nöfn og vörumerki félaganna ólík.

Neytendastofa taldi að orðið Málmar væri það almennt og lýsandi fyrir umrædda starfsemi og þjónustu að auðkenni Málmaendurvinnslunnar í þeirri mynd sem notast væri við þau skapaði ekki hættu á ruglingi. Ekki væri því ástæða til aðgerða Neytendastofu í málinu.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.


TIL BAKA