Fara yfir á efnisvæði

Auðkennið Ferðaskrifstofa eldri borgara

12.06.2020

Neytendastofu barst kvörtun frá Félagi eldri borgara í Reykjavík og nágrenni (FEB) yfir notkun Niko ehf. á auðkenninu Ferðaskrifstofa eldri borgara. Í kvörtuninni er því líst að FEB telji notkun Niko á auðkenninu til þess fallið að valda ruglingi þannig að félagsmenn FEB telji starfsemina tengjast FEB. Niko hafnaði þessu athugasemdum og lagði áherslu á að um almennt heiti væri að ræða en auk þess væri starfsemi aðilanna gerólík.

Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til aðgerða í málinu. Taldi stofnunin nokkur líkindi með heitunum eða myndmerki þeirra væru svo ólík að ekki væri hætta á ruglingi. Þá yrði ekki framhjá því litið að um mjög almenn og lýsandi heiti væri að ræða, hvort litið væri á einstök orð eða samsett heiti. Að teknu tilliti til allra þátta geti einkaréttur FEB til auðkennis síns ekki leitt til þess að Niko verði bönnuð notkun á auðkenninu Ferðaskrifstofa eldri borgara.


Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér

TIL BAKA