Fara yfir á efnisvæði

Auðkennið RÖRVIRKI

13.07.2020

Neytendastofu barst kvörtun yfir notkun Rörviki sf. á auðkenni sínu. Í kvörtuninni kemur fram að kvartandi hafi skráð einkafirma í eigin nafninn hjá Sýslumanninum í Hafnarfirði árið 1982 undir heitinu Rörvirki. Fjórum árum síðar hafi félagið Rörvirki sf. verið skráð.

Rörvirki sf. benti í svörum sínum á að félagið hafi fengið skráð heitið hjá firmaskrá athugasemdalaust árið 1986 og hafi starfað undir því auðkenni frá þeim tíma. Ekki fáist séð að kvartandi sé með starfsemi á fyrirtæki sínu.

Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að Rörvirki sf. yrði ekki bannað að nota auðkenni sitt. Var m.a. litið þess að félagið hafi starfað undir heitinu án athugasemda í rúma þrjá áratugi og að ekki hafi verið sýnt fram á að kvartandi færi með starfsemi undir auðkenninu. Því væri ekki hætta á að neytendur rugluðust á félögunum.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér


TIL BAKA