Fara yfir á efnisvæði

Sala stoppuð á dúkku

13.07.2020

Innkölluð dúkka frá Happy PeopleNeytendastofu hefur borist tilkynning frá HB Heildverslun um að þeir séu hættir sölu á dúkku frá Happy people. Dúkkan hefur verið seld í verslanir frá árinu 2016 og er vörunúmerið 50383. Dúkkan er í bleikum og hvítum galla og með bleika og hvíta húfu og er ætluð börnum eldri en tveggja ára. Komið hefur í ljós að á gallanum er franskur rennilás sem getur losnað. Smáir hlutir geta verið hættulegir fyrir ung börn.

Þeir sem eru með þessa dúkku á heimilinu er bent á að athuga hvort að rennilásinn sé að losna af dúkkunni ef svo er endilega hafið samband við HB heildverslun.

TIL BAKA