Fara yfir á efnisvæði

Spilavinir innkalla Crazy Aarons leikfangaslím

31.07.2020

Fréttamynd

Neytendastofu hefur borist tilkynning í gegnum Safety Gate kerfið um hættulegt leikfangaslím frá Crazy Aarons.

Um er að ræða slímin Mini Electric Thinking Putty og Mini Hypercolour Thinking Putty. Þegar leikfangið var prófað kom í ljós að það innihélt of mikið magn af bórati.

Bórat getur borist inn í líkamann við handfjötlun í gegnum húð. Þekktar eiturverkanir eru samkvæmt vefsíðu Landlæknis vegna bórats m.a. húðerting með útbrotum (jafnvel mikill roði og blöðrur), skjálfti, flog, höfuðverkur, meltingartruflanir, þunglyndi og örlyndi. Í viðvörun frá Safety Gate kerfinu er þess getið að bórat getur haft hamlandi áhrif á þroska æxlunarfæra í börnum.

Crazy Arons leikfangaslímin hafa verið til sölu hjá Spilavinum. Alls seldust um 92 eintök af vörunum.

Neytendur eru hvattir til að skila Crazy Aarons Mini Electric Thinking Putty og Crazy Aarons Mini Hypercolour Thinking Putty til Spilavina eða farga þeim.

Myndir með frétt

  • Fréttamynd - aukamynd 1
TIL BAKA