Fara yfir á efnisvæði

Verðskrá og upplýsingar á vefsíðum efnalauga ábótavant.

04.08.2020

Neytendastofa gerði könnun núna í júlí á vefsíðum 19 efnalauga. Skoðað var hvort verðskrá og upplýsingar um þjónustuveitanda væru aðgengilegar á vefsíðum þeirra.

Þegar skoðaðar eru vefsíður þurfa koma fram upplýsingar um þjónustuveitandann svo neytandinn viti við hvern er verið að versla svo sem nafn, heimilisfang, kennitala, virðisaukaskattsnúmer, hlutafélagsskrá og ef á við leyfi. Auk þess skal verðskrá ávallt vera birt þar sem þjónusta er kynnt eða seld.

Athugasemdir voru gerðar við allar efnalaugarnar þar sem engin vefsíða var með kennitölu né virðisaukaskattsnúmer skráð, þá voru aðeins tvær efnalaugar með birta verðskrá.

Neytendastofa upplýsti efnalaugarnar í framhaldinu um þær skyldur sem á þeim hvíla og fór fram á úrbætur þar sem þörf var á.

Neytendastofa hvetur neytendur til að vera á verði og koma ábendingum um verðmerkingar til skila í gegnum Mínar síður sem finna má á heimasíðu Neytendastofu.

TIL BAKA