Fara yfir á efnisvæði

Brimborg innkallar 22 Ford Kuga PHEV bifreiðar

18.08.2020

Brimborg vörumerkiðNeytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf um að innkalla þurfi 22 Ford Kuga PHEV bifreiðar af árgerð 2019-2020. Ástæða innköllunarinnar er að rannsóknir Ford hafa leitt í ljós að við afar sjaldgæfar aðstæður getur drifrafhlaða bílsins þurft að losa sig við heitar lofttegundir til þess að minnka þrýsting og hita. Við sérstakar aðstæður getur hitin af þessari virkni haft áhrif á aðra íhluti og í versta falli valdið eldhættu.
Til að fyrirbyggja að þetta geti gerst hefur Ford ákveðið að bæta við loftstýringu.

Í millitíðinni til að gæta ítrasta öryggis viljum við taka sérstaklega fram að setja bílinn EKKI í hleðslu og keyra hann eingöngu í þeirri stillingu sem bílinn fer í við ræsingu, „AUTO EV“.

Viðkomandi bifreiðareigandum verður tilkynnt um innköllunina bréfleiðis.

Neytendastofa hvetur bifreiðaeigendur til að fylgjast vel með hvort að verið sé að innkalla þeirra bifreiðar og hafa samband við umboðið ef þeir eru í vafa.

TIL BAKA