Fara yfir á efnisvæði

Ákvörðun Neytendastofu staðfest að hluta

21.08.2020

Neytendastofa bannaði Arnarlandi notkun á auðkenninu SUPERDRY og öðrum auðkennum sem svipuðu til þess, með ákvörðun nr. 39/2019.

Arnarland kærði ákvörðunin til áfrýjunarnefndar neytendamála sem staðfest hefur þann hluta ákvörðunarinnar sem snýr að auðkenninu SUPERDRY. Áfrýjunarnefnd taldi hins vegar ekki tilefni til að banna notkun á öðrum auðkennum sem komu til álita í málinu, þ.e. auðkennunum Reykjavík Dry og Reykjavík Store. Því var ákvörðun Neytendastofu um bann við notkun Arnarlands á þeim auðkennum felld úr gildi.

Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér.


TIL BAKA