Fara yfir á efnisvæði

Kæru SI vísað frá áfrýjunarnefnd neytendamála

24.08.2020

Neytendastofu barst kvörtun frá Samtökum iðnaðarins yfir viðskiptaháttum verktakafyrirtækis sem samtökin töldu brjóta gegn góðum viðskiptaháttum. Snéri kvörtunin að því að fyrirtækið kynnti í markaðssetningu sinni að það byði upp á þjónustu á sviði skrúðgarðyrkju án þess að nokkur einstaklingur innan fyrirtækisins hefði tilskilin réttindi til þess.

Neytendastofa aðhafðist ekki vegna málsins og kærðu SI þá ákvörðun til áfrýjunarnefndar neytendamála.
Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur nú vísað kærunni frá þar sem SI skorti aðild samkvæmt stjórnsýslulögum til þess að geta kært ákvörðun Neytendastofu.

Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér


TIL BAKA