Fara yfir á efnisvæði

Lín design innkallar barnasmekki

25.08.2020

Fréttamynd

Neytendastofa vekur athygli á innköllun frá Lín design á hvítum barnasmekkum með mynd af Hugga hrút. Smekkirnir voru seldir 3 saman í pakka og er framleiðslunúmerið #581 ABC. Í tilkynningunni kemur fram að smellurnar á smekkunum geti losnað og valdið köfnunarhættu.

Viðskiptavinir sem eru með þessa vöru eru hvattir til að skila henni til verslanna Lín Design Smáratorgi, Kringlu og Glerártorgi


TIL BAKA