Fara yfir á efnisvæði

Verðmerkingar í gleraugnaverslunum

25.08.2020

Neytendastofa gerði athugun á ástandi verðmerkinga í 22 gleraugnaverslunum í lok júlí og byrjun ágúst s.l. Athugað var hvort verðmerkingar á vörum og á þjónustu væru sýnilegar í verslun og á vefsíðum fyrirtækjanna þar sem skylt er að gefa upp verð bæði þar sem þjónusta er kynnt og seld. Á vefsíðum var einnig athugað hvort upplýsingar um þjónustuveitanda væru fullnægjandi, svo sem kennitala, heimilisfang, netfang, virðisaukaskattsnúmer og hvort fyrirtækið er ehf., slf. eða hf.

Afdráttarlaus skylda hvílir á seljendum að vera með verðskrá til staðar fyrir þær vörur og þjónustu sem seljandinn býður. Neytandinn þarf að vita hvert endalegt verð á vöru og þjónustu er.

Athugasemdir voru gerðar við 13 gleraugnaverslanir vegna verðmerkinga í verslun og skort á upplýsingum um þjónustuveitanda á vefsíðu. Þar af þurfa 8 verslanir bæði að bæta verðmerkingar í verslun og upplýsingar á vefsíðu. Við könnun Neytendastofu var sérstaklega tekið eftir að bæta þarf verðmerkingar á þjónustu sem gleraugnaverslanir bjóða upp á, s.s. sjónmælingu.

Neytendastofa upplýsti gleraugnaverslanirnar í framhaldinu um þær skyldur sem á þeim hvíla og fór fram á úrbætur þar sem þörf var á.

Neytendastofa hvetur neytendur til að vera á verði og koma ábendingum um verðmerkingar til skila í gegnum Mínar síður sem finna má á vefslóðinni www.neytendastofa.is


TIL BAKA