Fara yfir á efnisvæði

Bíumbíum innkallar hettupeysur

09.09.2020

Bíumbíum innköllun peysa

Neytendastofa vill benda á innköllun Bíumbíum á How to kiss a frog hettupeysu sem fengist hefur í versluninni. Hættan felst í því að bönd í hettum eða í hálsmáli geta valdið hættu á kyrkingu. Um er að ræða vöruna Gola Hoodie Dress in Powder velvet, vörunúmer AW1930-2Y.

Af öryggisástæðum vill verslunin benda þeim sem keypt hafa umræddar peysu að fjarlægja böndin úr peysunum eða skila peysunni í verslunina. Ástæða innköllunarinnar er sú að böndin í hettunum eru ekki í samræmi við lög um öryggi vöru og opinbera markaðsgæslu. Ekki er heimilt að hafa bönd eða reimar í hálsmáli fatnaðar ætlað börnum yngri en 7 ára (upp í 1,34 m hæð). Í barnafatnaði fyrir börn 7- 14 ára mega bönd eða reimar í hálsmáli ekki standa lengra en 75 mm út úr flíkinni.

Neytendastofa hvetur þá sem keypt hafa ofangreindar flíkur að snúa sér til Bíumbíum eða fjarlægja böndin úr hettunum.


TIL BAKA