Fara yfir á efnisvæði

Rekstrarvörur taka andlitsgrímur úr sölu

15.09.2020

Andlitsgrímur hætt sölu

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Rekstrarvörum um að hætt hafi verið sölu á einnota andlitsgrímum. Framleiðandinn er Zhongshan Zhiteng clothing co. og heiti vörunnar er KN95.

Neytendastofa sendi beiðni um gögn sem sýndu fram á að andlitsgríman uppfyllti kröfur og væri þar af leiðandi CE merkt. Til þess þarf að sýna fram á gögn um að hönnun og framleiðsla vörunnar uppfylli allar lágmarkskröfur um öryggi. Í ljós kom að framleiðandi gat ekki framvísað fullnægjandi gögnum og ákváðu Rekstrarvörur því að hætta strax sölu á grímunum.

Neytendastofa bendir þeim sem eiga slíka grímur að skila þeim til Rekstrarvara eða henda þeim.


TIL BAKA