Fara yfir á efnisvæði

Ísbúðir sektaðar

06.10.2020

Neytendastofa hefur tekið ákvarðanir gagnvart ísbúðum sem þurftu að koma upplýsingum um þjónustuveitanda á vefsíðum sínum í lögmætt horf. Ákvarðanirnar eru teknar í kjölfar átaks Neytendastofu þar sem kannaðar voru annars vegar verðmerkingar á sölustað og upplýsingar á vefsíðum.

Í ákvörðunum Neytendastofu kemur fram að upplýsingar á vefsíðunum væru ófullnægjandi þar sem vanti upplýsingar m.a. um kennitölur og virðisaukaskattnúmer. Fari ísbúðirnar ekki að fyrirmælum Neytendastofu þurfa þær að greiða dagsektir.

Ákvarðanirnar má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA