Fara yfir á efnisvæði

Sölubann á leikfangabílum hjá Kids Cool Shop

16.10.2020

Neytendastofa hefur sett sölubann á leikfangabílana Lamborghini Aventador, New Ford Ranger og Volkswagen Beetle Dune hjá Kids Cool Shop þar sem ekki var sýnt fram á öryggi varana og að þær væru í samræmi við gildandi lög og reglugerðir. Í niðurstöðu ákvörðunarinnar kemur fram að þó svo að Neytendastofu hafi borist samræmisyfirlýsingar vegna leikfangabílanna hafi ýmsir annmarkar verið á gögnunum. Þannig hafi m.a. vantað framleiðanda, undirskrift og útgáfudag skjalanna. Þá hafi ekki verið sýnt fram á að leikfangabílarnir hafi verið prófaðir til samræmis við 8. hluta staðalsins ÍST EN 71-1:2014 Öryggi leikfanga - Hluti 1: Kraftrænir og efnislegir eiginleikar.

Þá áréttaði Neytendastofa í ákvörðun sinni að þrátt fyrir að vörurnar væru ekki lengur til sölu teldi stofnunin engu að síður nauðsynlegt að banna alla sölu og afhendingu leikfangabíla af sömu tegundum.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér. 

TIL BAKA