Fara yfir á efnisvæði

UNICEF á Íslandi innkallar hettupeysur í barnastærð

21.10.2020

Neytendastofa vill benda á innköllun UNICEF á Íslandi á hettupeysum í barnastærð sem settar voru í sölu sem hluti af fjáröflun fyrir starfsemi samtakanna. Hættan felst í því að bönd í hettum eða í hálsmáli geta valdið hættu á kyrkingu. Varðar innköllunin aðeins þær peysur sem eru í barnastærð.

Af öryggisástæðum vilja samtökin benda þeim sem keypt hafa umræddar peysu að fjarlægja böndin úr peysunum eða skila peysunni til UNICEF á Íslandi. Ástæða innköllunarinnar er sú að böndin í hettunum eru ekki í samræmi við lög um öryggi vöru og opinbera markaðsgæslu. Ekki er heimilt að hafa bönd eða reimar í hálsmáli fatnaðar ætlað börnum yngri en 7 ára (upp í 1,34 m hæð). Í barnafatnaði fyrir börn 7- 14 ára mega bönd eða reimar í hálsmáli ekki standa lengra en 75 mm út úr flíkinni.

Neytendastofa hvetur þá sem keypt hafa ofangreindar flíkur að snúa sér til UNICEF á Íslandi eða fjarlægja böndin úr hettunum.

TIL BAKA