Fara yfir á efnisvæði

Upplýsingar á vefverslunum ekki í lagi

09.11.2020

Neytendastofa tók þátt í samræmdri skoðun Evrópusambandsins (s.k. sweep) á vefsíðum vefverslana sem selja fatnað, húsgögn eða raftæki. Könnunin snéri m.a. að því hvort fram kæmu með nægilega skýrum hætti upplýsingar um þjónustuveitanda, vörur og þjónustu, verð og samningsskilmála á vefsíðunum.

Neytendastofa skoðaði ýmsar vefsíður og gerði einhverjar athugasemdir við allar vefsíðurnar. Athugasemdirnar snéru m.a. að því að skýrari upplýsingar vantaði fyrir neytendur um þjónustuveitanda, heildarverð og rétt til þess að falla frá samningi. Þá vantaði í mörgum tilvikum upplýsingar um framkvæmd og meðferð kvartana og lögbundin úrræði neytenda vegna galla. Þrátt fyrir að fyrirtækin hafi gert breytingar á upplýsingum sínum í kjölfar athugasemda Neytendastofu taldi stofnunin nokkur fyrirtæki ekki hafa gert fullnægjandi lagfæringar og því hefur hún tekið ákvarðanir um þau atriði sem þurfti að gera nánari grein fyrir.

Ákvarðanirnar má finna hér.

TIL BAKA