Fara yfir á efnisvæði

Innköllun á leikfanga lúðrinum „Confetti Trumpet“

11.11.2020

FréttamyndNeytendastofu hefur borist tilkynning frá Nordic Games um innköllun á leikfanga lúðrinum „Confetti Trumpet“ frá framleiðandanum Juratoys (sjá myndir með frétt). Nordic Games er innflytjandi vörunnar. Umræddur lúður var í sölu hjá Hagkaup, Heimkaup, Margt og Mikið og Bókaverslun Breiðarfjarðar. Lúðurinn var seldur stakur (vörunúmer: J07632) eða sem hluti af leikfangasettinu „Confetti „Music Live“ Musical Set“ (vörunúmer: J07626). Ástæða innköllunar er að ýla inni í leikfanginu getur losnað og skapað köfnunarhættu.

Hægt er að skila leikfanginu Confetti Trumpet eða leikfangasettinu Confetti „Music Live“ Musical Set á þann sölustað sem varan var keypt.

Myndir með frétt

  • Fréttamynd - aukamynd 1
TIL BAKA