Fara yfir á efnisvæði

Ekki versla leikföng sem eru ekki CE merkt

18.12.2020

naghringur með löngum böndum

Neytendastofa vill ítreka að það getur verið á markaðnum hættuleg leikföng. Neytendastofa hefur fengið mikið af ábendingum um leikföng sem eru ekki CE merkt og þó nokkuð hefur verið um að innkölluð leikföng hafa verið seld á erlendum vefsíðum eins og ebay og Amazon. Þessi naghringur á myndinni er dæmi um hættulega vöru sem ungbörn geta kafnað af. Kaupið leikföng fyrir börnin frá aðila sem þið vitið hver er og þar sem allar upplýsingar um söluaðilann eru sýnilegar.

Neytendastofa vill hvetja fólk til að skoða hvort varan sé inn á safety gate, sem er gagnagrunnur sem hættulega vörur eru skráðar í.

TIL BAKA