Fara yfir á efnisvæði

Booking.com og Expedia laga viðskiptahætti sína

06.01.2021

Neytendastofa vill vekja athygli á fréttatilkynningu frá framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins um samkomulag sem gert hefur verið við Booking.com og Expedia. Í tilkynningunni kemur fram að Booking.com og Expedia hafi samþykkt að breyta því hvernig leitarniðurstaða á gistingu birtist á vefsíðum síðum auk þess að gera grein fyrir þáttum sem hafa áhrif á röðun niðurstaðna. Með breytingunum eiga neytendur að fá skýrari upplýsingar svo auðveldara sé að bera saman gistimöguleika.

Leitarniðurstöður á vefsíðunum hafa verið taldar villandi fyrir neytendur, þar sem ekki hefur komið fram að greiðslur frá hverjum og einum gistiþjónustuveitanda geta ráðið því í hvaða röð gisting kemur fram. Þá hafa verið kynntir afslættir sem eru ekki raunverulegir og reynt að fá neytendur til að hraða ákvörðun um kaup með villandi tilkynningu um að fá herbergi séu í boði á tilteknu verði og/eða að ákveðin fjöldi hafi þegar bókað herbergi á ákveðnu tímabili eða sé að skoða herbergin.

Til samræmis við samkomulagið munu vefsíður Booking.com og Expedia sýna með meiri nákvæmni:

• hvaða leitarniðurstaða er kostuð hverju sinni;
• hvernig greiðslur frá gistiþjónustuaðilum hafa haft áhrif á röðun leitarniðurstaðna;
• hversu margir vilja bóka sama hótel fyrir sömu dagsetningar og hversu mörg herbergi eru eftir á vefsíðunni;
• heildarverð sem neytandinn þarf að greiða fyrir gistinguna að meðtöldum lögbundnum gjöldum og föstum kostnaði;
• verðsamanburð til þess að tryggja að einungis raunverulegir afslættir séu auglýstir sem slíkir;
• hvort gestgjafinn sé atvinnufyrirtæki eða einstaklingur.

Einnig var lög rík áhersla á nauðsyn þess að Booking.com og expedia myndu tryggja auðvelt og nákvæmt aðgengi að afbókunarskilmálum vegna þeirra áhrifa sem Covid-19 hefur haft.

Í framhaldinu munu neytendayfirvöld í Evrópu fara yfir samkomulagið og gera kröfu um að önnur fyrirtæki á sama markaði hagi viðskiptaháttum sínum í samræmi við samkomulagið Booking.com og Expedia hafa skuldbundið sig til að fara að.

Lesa má fréttatilkynninguna í heild sinni hér:

https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_20_2444

TIL BAKA