Bílasmiðurinn innkallar Recaro bílstóla

11.02.2021

FréttamyndNeytendastofu hefur borist tilkynning um innköllun á bílstólum frá Recaro.  Um er að ræða 17 stóla, Recaro Tian Core og Recaro Tian Elite sem gætu verið með gallaðar festingarólar. Umræddir stólar voru framleiddir frá júní 2020 og til október 2020.  Kaupendur umræddra stóla eru hvattir til að skila þeim til Bílasmiðsins og fá nýja stóla. Hérna er hlekkur á nánari upplýsingar. 

TIL BAKA