Fara yfir á efnisvæði

Innköllun á klifurgrind/Pikler hjá Amarg.is

14.04.2021

Fréttamynd

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá vefsíðunni Amarg.is um innköllun á klifurgrind eða Pikler sem vefverslunin var með í sölu. Var klifurgrindin framleidd af fyrirtækinu Fjalla Steini ehf.

Neytendastofa fékk ábendingu um að til sölu væri klifurgrind sem væri hættuleg og ekki örugg fyrir börn. Var óskað eftir gögnum sem sýndu fram á að klifurgrindin væri framleidd í samræmi við lágmarkskröfur sem gerðar eru til leikfanga og væri þar af leiðandi CE merkt.

Í ljós kom að klifurgrindin er ekki í lagi þar sem bil á milli rimla er of mikið þannig að líkami barns getur komist í gegn um bilið en höfuðið ekki sem hefur í för með sér hengingarhættu. Þar að auki var hægt að koma rennibraut, sem fylgdi klifurgrindinni, fyrir í of mikilli hæð og fallhæð því orðin of mikil.

Neytendastofa bendir þeim sem eiga slíka klifurgrind að taka hana strax úr umferð og skila til Amarg.is.


TIL BAKA